LA Galaxy bandarískur meistari

LA Galaxy er bandarískur meistari í sjötta sinn.
LA Galaxy er bandarískur meistari í sjötta sinn. AFP/Frederic J Brown

LA Galaxy er bandarískur meistari í knattspyrnu eftir 2:1-sigur gegn New York Red Bulls í úrslitaleik MLS-deildarinnar í Los Angeles í gærkvöld.

Viðureignin fór fjörlega af stað. Joseph Paintsil kom LA Galaxy yfir á níundu mínútu. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Dejan Joveljic forystuna fyrir LA Galaxy.

Sean Nealis minnkaði muninn fyrir New York á 28. mínútu og var staðan 2:1, LA Galaxy í vil í hálfleik.

Engin mörk komu í síðari hálfleik og vann LA Galaxy að lokum 2:1-sigur. Þetta er í sjötta skipti sem liðið verður bandarískur meistari og er það því sigursælasta liðið í sögu MLS-deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert