Sveindís lék allan leikinn í Meistaradeildinni

Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir. AFP/Ronny Hartmann

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg í tapi fyrir Lyon, 1:0, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í Lyon í kvöld. 

Lyon vann A-riðilinn með fullt hús stiga eða 18 en Wolfsburg fylgir áfram í átta liða úrslitin með níu stig, jafnmörg og Roma, en betri innbyrðisviðureignir. 

Wolfsburg mun mæta einu af toppliðunum úr hinum þremur riðlum Meistaradeildarinnar í átta liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert