Þekktasti leikmaður LASK ekki með

Jerome Boateng lék 76 landsleiki fyrir Þýskaland.
Jerome Boateng lék 76 landsleiki fyrir Þýskaland. AFP

Austurríska liðið LASK Linz verður án síns þekktasta leikmanns þegar það tekur á móti Víkingi í lokaumferð Sambandsdeildarinnar í fótbolta í Linz í kvöld.

Jérome Boateng, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og leikmaður Bayern München í heilan áratug, gekk til liðs við LASK í sumar. Hann er orðinn 36 ára gamall og hefur aðeins spilað fjóra af 16 leikjum liðsins í austurrísku deildinni en hefur komið við sögu í fjórum Evrópuleikjum LASK.

Boateng er ekki í hópnum í kvöld, samkvæmt heimasíðu LASK. Einn fastamaður liðsins er einnig fjarri góðu gamni, þýski varnarmaðurinn Philipp Ziereis sem hefur leikið alla leiki LASK í austurrísku deildinni á þessu tímabili og spilað sex Evrópuleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert