Spænski knattspyrnumaðurinn Marc Guiu, 18 ára sóknarmaður Chelsea, er markahæsti leikmaðurinn í Sambandsdeild Evrópu þegar deildarkeppninni er lokið.
Guiu, sem kom frá Barcelona í sumar, hefur skorað sex mörk í sex leikjum í deildinni og þar á eftir kemur liðsfélagi hans Christopher Nkunku, sem er með fimm mörk í sex leikjum.
Leikmenn Chelsea eru áberandi á listanum þar sem Joao Félix er með fjögur mörk og Mykhailo Mudryk með þrjú.
Mudryk er í 12. til 27. sæti yfir markahæstu menn þar sem einn leikmaður Víkings úr Reykjavík er líka.
Ari Sigurpálsson er kominn með þrjú mörk í sex leikjum til þessa.