Skagamaðurinn skoraði í vondu tapi

Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var á skotskónum hjá Fortuna Düsseldorf þegar liðið tapaði stórt fyrir Magdeburg, 2:5, í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Ísak, sem lék allan leikinn fyrir Düsseldorf, jafnaði metin í 1:1 eftir stundarfjórðungs leik. Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu 75 mínúturnar fyrir liðið.

Düsseldorf er í fimmta sæti deildarinnar með26 stig eftir 17 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert