Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í 9:2-stórsigri Al Qadisiya gegn Al Taraji í efstu deild Sádi-Arabíu í knattspyrnu í dag.
Sara spilaði allan leikinn og skoraði níunda mark liðsins á þriðju mínútu uppbótartímans.
Al Qadisiya situr í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki.