Cristóbal Parralo, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Racing Club Ferrol, á yfir höfði sér þunga refsingu eftir að hafa skallað þjálfara mótherjanna í leik í kvöld.
Racing sótti þá heim lið Real Zaragoza í deildinni og Zaragoza vann leikinn 1:0. Eftir að flautað hafði verið til leiksloka sauð uppúr og Parralo gerði sér lítið fyrir og skallaði kollega sinn hjá Zaragoza, David Navarro, í höfuðið.
Atvikið má sjá á myndskeiðinu:
Drama at the end of @RealZaragoza vs @racingferrolsad
— Spanish Segunda (@SegundaSpanish) December 21, 2024
Cristóbal Parralo, coach of Racing Ferrol, headbutts David Navarro, coach of Real Zaragoza 😳
pic.twitter.com/RKYnIl0dyJ