Skallaði þjálfara mótherjanna (myndskeið)

Cristóbal Parralo fær væntanlega langt leikbann.
Cristóbal Parralo fær væntanlega langt leikbann. AFP

Cristóbal Parralo, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Racing Club Ferrol, á yfir höfði sér þunga refsingu eftir að hafa skallað þjálfara mótherjanna í leik í kvöld.

Racing sótti þá heim lið Real Zaragoza í deildinni og Zaragoza vann leikinn 1:0. Eftir að flautað hafði verið til leiksloka sauð uppúr og Parralo gerði sér lítið fyrir og skallaði kollega sinn hjá Zaragoza, David Navarro, í höfuðið.

Atvikið má sjá á myndskeiðinu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka