Leikur Heracles gegn Groningen í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu var stöðvaður þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum þegar slagsmál brutust út í stúkunni.
Brynjólfur Darri Willumsson var í byrjunarliði Groningen og staðan var 1:1 í leiknum þegar hann var flautaður af vegna óláta.
Troubles at Heracles Almelo vs FC Groningen tonight 🇳🇱💥 pic.twitter.com/KNfS5vewKH
— 𝐂𝐚𝐬𝐮𝐚𝐥 𝐔𝐥𝐭𝐫𝐚 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐢𝐚𝐥 (@thecasualultra) December 21, 2024
Groningen er í 14. sæti með 16 stig og Heracles þar fyrir neðan með 14 stig.