Aston Villa að greiða götu Benonýs?

Benoný Breki Andrésson fagnar marki í leik með KR.
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í leik með KR. mbl.is/Hákon

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur ákveðið að kalla enska sóknarmanninn Louie Barry til baka úr láni frá enska C-deildar liðinu Stockport County þegar janúarglugginn verður opnaður.

Barry, sem er 21 árs, hefur farið á kostum í fremstu víglínu hjá Stockport og skorað 14 mörk í 21 deildarleik á yfirstandandi tímabili.

Brotthvarf hans gæti hins vegar verið vatn á myllu nýjasta framherja Stockports, Benonýs Breka Andréssonar.

Hinn 19 ára gamli Benoný Breki verður gjaldgengur hjá Stockport frá og með 1. janúar eftir að enska félagið keypti sóknarmanninn knáa frá KR.

Benoný Breki sló markametið í efstu deild í ár þegar hann skoraði 21 mark í 26 leikjum í Bestu deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert