Ítalíumeistararnir í banastuði

Marcus Thuram skoraði seinna mark Inter.
Marcus Thuram skoraði seinna mark Inter. AFP/Piero Cruciatti

Inter Mílanó vann fjórða leik sinn í röð í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu þegar liðið hafði betur gegn Como, 2:0, á heimavelli í Mílanó í gærkvöldi. 

Inter-liðið er með 37 stig í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Atalanta. Inter-menn eiga aftur á móti leik til góða. 

Carlos Augusto og Marcus Thuram skoruðu mörk Inter í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert