Vilja halda vonarstjörnunni fram yfir HM

Florian Wirtz.
Florian Wirtz. AFP/Pau Barrena

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen vilja halda vonarstjörnu sinni Florian Wirtz fram yfir heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku sumarið 2026. 

Wirtz var magnaður þegar að Leverkusen vann bæði deildina og bikarinn á síðustu leiktíð en hann er aðeins 21 árs. 

Þrátt fyrir að Leverkusen hafi ekki fylgt eftir góða gengi sínu á síðustu leiktíð hefur Wirtz aftur verið frábær en hann er með sjö mörk og sjö stoðsendingar í 14 leikjum í deildinni. 

Wirtz er eftirsóttur biti á markaðinum en Fernando Carro, framkvæmdastjóri Leverkusen-liðsins, segir að félagið vilji halda honum fram yfir HM. 

„Við viljum hafa Florian Wirtz hjá okkur fram yfir HM. Við erum að tala við hann og fjölskyldu hans um þessi mál,“ sagði Carro við KSTA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert