Úrúgvæinn Gus Poyet er nýr knattspyrnuþjálfari karlaliðs Jeonbuk Hyundai í Suður-Kóreu.
Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær en Poyet hefur farið víða á þjálfaraferli sínum.
Hann hefur meðal annars stýrt Brighton, Sunderland, AEK, Real Betis, Bordeaux og gríska landsliðinu.
Poyet á 26 landsleiki að baki fyrir Úrúgvæ en hann spilað meðal annars með Chelsea og Tottenham sem leikmaður.