Cecilía valin í lið ársins á Ítalíu

Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Eggert Jóhannesson

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður og leikmaður Inter á Ítalíu, var valin í lið ársins í ítölsku A-deildinni af DAZN.

Cecilía gekk til liðs við Inter á láni frá Bayern München síðasta sumar. Hún hefur leikið 11 leiki með liðinu á þessu tímabili og haldið hreinu sex sinnum.

Inter situr í öðru sæti deildarinnar með 28 stig eftir 13 leiki. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert