Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur vikið Portúgalanum Paulo Fonseca úr starfi knattspyrnustjóra karlaliðsins eftir að liðið gerði jafntefli við Roma, 1:1, í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi.
Fonseca staðfesti tíðindin sjálfur er hann ræddi við fréttamenn eftir leik í gærkvöldi og félagið gaf svo út yfirlýsingu þess efnis í morgun.
Portúgalinn tók við starfinu í sumar en undir hans stjórn tókst AC Milan aðeins að vinna tólf af 24 leikjum í öllum keppnum.
AP fréttaveitan greinir frá því að landi Fonseca, Sérgio Conceicao, sé líklegastur til þess að taka við starfinu. Conceicao var síðast knattspyrnustjóri Porto, sem hann stýrði um sjö ára skeið.