Há sekt fyrir að faðma konu

Ramin Rezaeian lék með landsliði sínu á HM í Katar …
Ramin Rezaeian lék með landsliði sínu á HM í Katar árið 2022. AFP/Fadel Senna

Knattspyrnumaðurinn Ramin Rezaeian hefur verið sektaður um 510 milljónir íranskra ríöla, tæpar tvær milljónir króna, fyrir að faðma kvenkynsaðdáanda.

Hinn 34 ára gamli Rezaeian, sem hefur leikið 63 leiki fyrir íranska landsliðið, leikur í dag með Esteghlal í heimalandinu.

Fyrir leik liðsins við Chadormalu faðmaði leikmaðurinn konuna en snerting á milli konu og karls sem ekki eru makar eða náskyld er ólögleg samkvæmt íslömskum lögum.

Leikmaðurinn hefur einnig leikið með Rizespor í Belgíu og Oostende í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka