Denzel Dumfries var hetja Ítalíumeistara Inter Mílanó er liðið sigraði Atalanta, 2:0, í undanúrslitum í meistarabikar Ítalíu í fótbolta í Sádi-Arabíu í kvöld.
Inter er ríkjandi Ítalíumeistari á meðan Atalanta er með naumt forskot í A-deildinni um þessar mundir.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Dumfries sínu liði yfir á 49. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni á 61. mínútu og þar við sat.
Juventus og AC Milan mætast í öðrum stórleik í undanúrslitum annað kvöld.