Freyr orðaður við spennandi starf

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Ljósmynd/Lyngby BK

Freyr Alexandersson hefur verið orðaður við starf knattspyrnuþjálfara karlaliðs Brann í Noregi. 

Freyr, sem var rekinn frá Kortrijk í Belgíu í síðasta mánuði, er á meðal þeirra sem koma til greina hjá Brann, eftir að Eirik Horneland fór frá félaginu og tók við Saint-Étienne í Frakklandi. 

Samkvæmt Bergens Tidende er Freyr ofarlega á óskalista Brann og á norska félagið að hafa talað við Íslendinginn. 

Brann hefur hafnað í öðru sæti norsku deildarinnar í tvö ár í röð eftir að hafa fallið árið 2021 en liðið endaði aðeins þremur stigum á eftir meisturum Bodö/Glimt í fyrra. 

Freyr hefur einnig verður orðaður við þjálfarastólinn hjá karlalandsliði Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert