Damir byrjar vel í Asíu

Damir Muminovic skoraði eftir aðeins sex mínútur.
Damir Muminovic skoraði eftir aðeins sex mínútur. mbl.is/Ólafur Árdal

Íslenski knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic skoraði eftir aðeins sex mínútur þegar DPMM gerði 1:1-jafntefli í æfingaleik við Kuching City í gær.

Damir kom til DPMM í Brúnei um áramótin frá Breiðabliki og þetta var fyrsti leikur hans með liðinu en hlé hefur verið gert á úrvalsdeildinni í Singapúr, þar sem liðið spilar, frá því í nóvember.

Fyrsti leikur liðsins í deildinni er 13. janúar gegn Lion City Sailors sem er í öðru sæti deildarinnar. DPMM er í sjötta sæti af níu liðum með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert