Panathinaikos sigraði PAOK 2:1, í toppslagnum í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á heimavelli í dag.
Sverrir Ingason spilaði allan leikinn gegn sínu gamla félagi, PAOK, þegar Panathinaikos tók toppsætið af Olympiacos. Það munar aðeins tveimur stigum á fyrsta og fjórða sæti deildarinnar en PAOK er í fjórða með 33 stig.
Staðan var 1:1 í hálfleik og PAOK-menn voru manni færri frá 60. mínútu þegar Abdul Rahman Baba fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli.
Azzedine Ounahi skoraði svo sigurmark Panathinaikos á 90. mínútu.
Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar 13. og 20. febrúar.