Gísli stóðst læknisskoðun

Gísli Gottskálk Þórðarson á nýja heimavellinum.
Gísli Gottskálk Þórðarson á nýja heimavellinum. Ljósmynd/Lech Poznan

Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson er formlega orðinn leikmaður Lech Poznan í Póllandi og hefur skrifað undir samning við félagið til 30. júní 2029.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag var Gísli í læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. Hann stóðst læknisskoðunina og skrifaði undir samninginn í kjölfarið.

Liðsmenn Lech Poznan eru staddir í æfingaferð í Tyrklandi og mun Gísli fljúga frá Póllandi til Tyrklands og æfa með nýja liðinu.  

Ljósmynd/Lech Poznan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert