Mávurinn góður í loftinu (myndskeið)

Jason Daði Svanþórsson í leik með Grimsby.
Jason Daði Svanþórsson í leik með Grimsby. Ljósmynd/Grimsby

Skemmtilegt atvik átti sér stað í leik Grimsby og Port Vale í ensku D-deildinni í knattspyrnu karla skömmu fyrir áramót. Mávur kom þá við sögu þegar Grimsby hreinsaði boltanum hátt upp í loftið.

Fuglinn snerti nefnilega boltann og sá þannig til þess að hann breytti aðeins um stefnu.

Enska deildakeppnin, EFL, vakti athygli á þessu atviki og birti myndskeið af því ásamt því að slá á létta strengi með yfirskriftinni:

„Góður í loftinu, liðtækur á vængnum og svo framvegis.“

Leiknum lauk með 3:0-sigri Grimsby þar sem Jason Daði Svanþórsson skoraði síðasta mark leiksins.

Myndskeið af þessu skondna atviki má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert