Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var ekki viðstaddur þegar Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hugðist sæma hann forsetaorðunni í Hvíta húsinu um liðna helgi.
Messi, sem er leikmaður Inter Miami í Bandaríkjunum, sagði í samtali við USA Today að hann hafi ekki getað verið viðstaddur athöfnina vegna óhentugrar tímasetningar.
Við athöfnina voru nokkrir aðrir, þeirra á meðal fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Magic Johnson, sæmdir forsetaorðunni.
Argentínumaðurinn er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur orðuna og kvaðst Messi vonast til þess að hitta Biden í framtíðinni þar sem það hafi ekki tekist um helgina.