Brasilíumaðurinn Roberto Carlos, sem var einn allra besti vinstri bakvörður heims á sínum tíma, sefur nú á æfingasvæði Real Madríd á gengið er frá skilnaði hans og Mariönu Luccon, eiginkonu hans til tæplega 16 ára.
Estadio Deportivo á Spáni greinir frá. Þau giftu sig sumarið 2009 og er búist við flóknum skilnaði þar sem Carlos á eignir upp á 160 milljónir evra. Mariana býr enn í íbúð þeirra í Madríd með tveimur dætrum.
Carlos lék í ellefu ár með Real Madríd og vann Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn fjórum sinnum. Þá varð hann heimsmeistari með Brasilíu árið 2002. Hann starfar í dag sem sendiherra hjá spænska félaginu.
Einkalíf Brasilíumannsins hefur verið skrautlegt í gegnum árin. Hann viðurkenndi í viðtali fyrir nokkru að hann ætti ellefu börn með sjö mismunandi konum.