Frá Bayern til Liverpool

Sam Kerr er gengin til liðs við Liverpool.
Sam Kerr er gengin til liðs við Liverpool. Ljósmynd/@LiverpoolFCW

Kvennalið enska knattspyrnufélagsins Liverpool hefur samið við skoska miðjumanninn Sam Kerr um að leika með liðinu að láni frá Bayern München út yfirstandandi tímabil.

Kerr, sem er 25 ára gömul, gekk til liðs við Bayern sumarið 2023 en hefur verið í aukahlutverki hjá þýsku meisturunum á tímabilinu. Íþróttamaður ársins, Glódís Perla Viggósdóttir, er fyrirliði Bæjara.

Miðjumaðurinn hefur áður leikið með Glasgow City og Glasgow Rangers í heimalandinu og reynir nú fyrir sér í ensku A-deildinni í fyrsta sinn.

Liverpool er þar í áttunda sæti af tólf liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert