Nítján ára landsliðskona vöknuð úr dái

Þrátt fyrir ungan aldur var Celine Haidar fyrirliði meistaraliðs Líbanons.
Þrátt fyrir ungan aldur var Celine Haidar fyrirliði meistaraliðs Líbanons. Ljósmynd/BFA

Hin nítján ára gamla Celine Haidar, landsliðskona Líbanons í fótbolta, er vöknuð úr tveggja mánaða dái eftir að hún varð fyrir höfuðmeiðslum í árásum Ísraels á Beirút.

Celine var að flýja Beirút á reiðhjóli þegar hún varð fyrir meiðslunum í loftárásum Ísraels. Samkvæmt fjölskyldu hennar þekkti hún sína nánustu og gat kreist á þeim hendurnar.

Hún á erfitt með að tala og hreyfa sig og á enn eftir að koma í ljós hvort hún muni einhvern tímann ná sér að fullu.

The Athletic greinir frá að Celine hafi verið ein efnilegasta knattspyrnukona Líbanons. Hún var í U19 ára landsliði þjóðarinnar er það vann Vestur-Asíubikarinn í aldursflokknum.

Þá var hún fyrirliði félagsliðs síns, BFA, er það varð meistari í heimalandinu. Þrátt fyrir ungan aldur eru A-landsleikirnir orðnir fjórir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert