Búinn að semja við Elfsborg

Júlíus Magnússon er kominn til Elfsborg.
Júlíus Magnússon er kominn til Elfsborg. Ljósmynd/Elfsborg

Knatt­spyrnumaður­inn Júlí­us Magnús­son er kominn í raðir sænska félagsins Elfsborg frá Fredrikstad í Noregi, þar sem hann var fyrirliði.

Hann gerði samning við Elfsborg til ársins 2029. Nettavisen greindi frá á dögunum að Elfsborg greiði Fredrikstad tíu milljónir norskra króna, 124 millj­ón­ir ís­lenskra króna, auk bón­us­greiðslna fyrir Júlíus.

Júlí­us lék hverja ein­ustu mín­útu í 30 deild­ar­leikj­um í norsku úr­vals­deild­inni á síðasta tíma­bili þegar liðið hafnaði í sjötta sæti og kom á óvart sem nýliði í deild­inni.

Þá skoraði hann úr sig­ur­víta­spyrn­unni í víta­keppni í úr­slita­leik bik­ar­keppn­inn­ar gegn Molde.

Hjá Elfs­borg mun Júlí­us hitta fyr­ir sókn­artengiliðinn Eggert Aron Guðmunds­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert