Ein besta íþróttaljósmynd ársins tekin á Íslandi

Ólafsvíkurvöllur er fallegur.
Ólafsvíkurvöllur er fallegur. mbl.is/Alfons

Sérfræðingar enska miðilsins The Guardian völdu í dag 22 bestu íþróttaljósmyndir ársins 2024 og birtu á vefsíðu hans.

Ein af myndunum var tekin af Ólafsvíkurvelli að vetri til. Á myndinni má sjá helming keppnisvallarins undir snjó á meðan grænt gervigrasið nýtur sín á hinum helmingnum.

Myndina glæsilegu má sjá með því að smella hér en hún er númer fimm í röðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert