Ítalska félagið Napoli hefur staðfest komu danska miðjumannsins Philip Billing frá Bournemouth á láni.
Billing hefur verið á mála hjá Bournemouth síðan árið 2019 en hann hafði áður fyrr spilað með Huddersfield.
Napoli situr á toppi ítölsku A-deildarinnar með 44 stig, tveimur stigum á undan Atalanta í öðru sæti.