Freyr kominn með nýtt starf

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Freyr Alexandersson verður næsti þjálfari karlaliðs norska knattspyrnufélagsins Brann. 

Staðarblaðið Bergens Tidende segir frá. 

Þá kemur einnig fram að Freyr verði tilkynntur sem nýr stjóri karlaliðs félagsins innan skamms. 

Freyr var rekinn frá Kortrijk í Belgíu í síðasta mánuði en hann stýrði einnig Lyngby í Danmörku. 

Brann er stórlið í Noregi en liðið hefur endað í öðru sæti á síðustu tveimur leiktíðum norsku úrvalsdeildarinnar. 

Freyr var einn þeirra þriggja sem KSÍ ræddi við til að verða næst þjálfari karlalandsliðsins. 

Hinir voru Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga og ónefndur erlendur þjálfari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert