Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Inter Mílanó í 2:1-sigri liðsins gegn Roma í ítölsku A-deildinni í kvöld.
Inter er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, þremur stigum á undan Roma í þriðja sæti.
Annamaria Serturini skoraði bæði mörk Inter en hin danska Frederikke Thörgersen skoraði mark Roma.