Elías Már Ómarsson skoraði bæði mörk NAC Breda í 4:2-tapi liðsins gegn Heerenveen í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Fyrra mark Elíasar kom á 19. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 2:1. Seinna markið kom síðan á 75. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 3:2.
Breda er í 11. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á eftir Heerenveen í níunda sæti.