Hræðileg framkoma stjörnunnar (myndskeið)

Podolski varð heimsmeistari 2014.
Podolski varð heimsmeistari 2014. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski slapp einhvern veginn með gult spjald þegar hann braut hræðilega á andstæðingi á innanhúsmóti í Póllandi um helgina.

Podolski er orðinn 39 ára gamall og leikur í dag með Górnik Zabrze í Póllandi, hvaðan hann er ættaður.

Sóknarmaðurinn lét skapið hlaupa með sig í gönur á mótinu því hann byrjaði á að tækla andstæðinginn mjög illa, lét hann síðan heyra það og kastaði að lokum boltanum í hann.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.  

Lukas Podolski brutal foul at an indoor tournament
byu/4gjdtokurwa insoccer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert