Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik með Volos er liðið vann PAOK, 2:1, í efstu deild gríska fótboltans í kvöld.
Hjörtur gekk til liðs við Volos á dögunum frá ítalska félaginu Carrarese.
Mady Camara kom PAOK yfir á 69. mínútu. Allt stefndi í sigur heimamanna þangað til á annarri mínútu uppbótartímans þegar Ioannis Michailidis skoraði sjálfsmark og jafnaði metin.
Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Spánverjinn Pedro Conde sigurmark Volos. Hjörtur spilaði allan leikinn í vörninni hjá Volos.
Sigurinn þýðir að Volos fer upp í tíunda sæti með 20 stig. PAOK er í fjórða sæti með 33 stig.