Freyr: Margar ástæður

Freyr Alexandersson er kominn til Noregs.
Freyr Alexandersson er kominn til Noregs. Ljósmynd/Kortrijk

Norska knattspyrnufélagið Brann frá Bergen kynnti Frey Alexandersson formlega til leiks í kvöld sem nýjan þjálfara karlaliðs félagsins.

Hann er annar Íslendingurinn sem stýrir liðinu en Teitur Þórðarson þjálfaði Brann á árunum 1988 til 1990 og aftur 2000 til 2002.

Freyr skrifaði undir þriggja ára samning, til ársloka 2027, og Jonathan Hartmann var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins en hann var einnig Frey til aðstoðar hjá Lyngby í Danmörku.

„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vildi taka við liði Brann. Þetta er frábært knattspyrnufélag með mikla sögu og magnað stuðningsfólk. Bærinn styður gríðarlega við bakið á Brann. Það var eitt það mikilvægasta í mínum augum, að koma í félag sem er svona nátengt bæjarfélaginu. Ég hef fengið mjög góða tilfinningu fyrir félaginu og bænum á þeim fundum sem ég hef setið hérna,“ segir Freyr á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert