Markahæstur á sterku móti

Tómas Johannessen sækir að andstæðingi sínum um helgina.
Tómas Johannessen sækir að andstæðingi sínum um helgina. Ljósmynd/AZ Alkmaar

Knattspyrnumaðurinn Tómas Johannessen fór mikinn með U19-ára liði hollenska félagsins AZ Alkmaar á mótinu REWE Junior Cup sem fór fram í Göttingen í Þýskalandi um liðna helgi.

Tómas var markahæstur allra með níu mörk í jafnmörgum leikjum og skoraði meðal annars þrennu í 7:0-sigri á Gleichen auk þess að skora gegn Herthu Berlín.

Liðið vann þá Hannover 96 en mátti sætta sig við tap fyrir Mainz í átta liða úrslitum og féll þá úr leik eftir að hafa unnið átta leiki í röð þar á undan.

Tómas, sem er 17 ára gamall sóknartengiliður, gekk til liðs við AZ Alkmaar frá Gróttu fyrir tæpu ári síðan og hefur leikið vel fyrir unglingalið félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert