Napólí er með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir að hafa lagt Verona að velli, 2:0, í gærkvöldi.
Napólí er með 47 stig, fjórum meira en Inter Mílanó sem á þó tvo leiki til góða og getur með sigrum í þeim tyllt sér á toppinn.
Í gærkvöldi komst Napólí yfir snemma leiks þegar Lorenzo Montipo í liði Verona varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Eftir rúmlega klukkutíma leik innsiglaði Kamerúninn André-Frank Zambo Anguissa sigur heimamanna með öðru markinu.