Skórnir á hilluna hjá Dananum

Simon Kjær huggar Sabrinu Kvist Jensen, eiginkonu Christians Eriksens, eftir …
Simon Kjær huggar Sabrinu Kvist Jensen, eiginkonu Christians Eriksens, eftir að Eriksen fór í hjartastopp á Parken í Kaupmannahöfn sumarið 2021. AFP

Simon Kjær, fyrrverandi fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna 35 ára að aldri.

Kjær var síðast á mála hjá AC Milan á Ítalíu en yfirgaf herbúðir félagsins þegar samningur hans rann út síðasta sumar. Kjær hætti einnig að spila fyrir landsliðið að EM 2024 í Þýskalandi loknu síðasta sumar.

Hann varð ítalskur meistari með AC Milan árið 2022, sem var eini titillinn sem Kjær vann á ferlinum.

Á Ítalíu lék hann einnig með Atalanta, Roma og Palermo. Kjær spilaði þá með Sevilla á Spáni, Wolfsburg í Þýskalandi, Lille í Frakklandi og Fenerbahce í Tyrklandi auk Midtjylland í heimalandinu.

Vann háttvísisverðlaun FIFA

Hann hlaut mikið lof fyrir skjót viðbrögð sín þegar Christian Eriksen liðsfélagi Kjærs í danska landsliðinu fór í hjartastopp í leik gegn Finnlandi EM 2021 á Parken í Kaupmannahöfn á.

Miðvörðurinn var fyrstur til að koma Eriksen til aðstoðar og sá til þess að liðsfélagarnir mynduðu hring utan um Eriksen á meðan hann hlaut aðhlynningu.

Kjær huggaði einnig eiginkonu Eriksens á vellinum. Vann hann til háttvísisverðlauna FIFA ásamt danska liðinu og læknateyminu sem bjargaði Eriksen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert