Styrktu stöðuna í Evrópubaráttunni

Leikmenn Real Sociedad fagna markinu frá Takefusa Kubo í kvöld.
Leikmenn Real Sociedad fagna markinu frá Takefusa Kubo í kvöld. AFP/Ander Gillenea

Orri Steinn Óskarsson og samherjar hans í Real Sociedad unnu í kvöld mikilvægan sigur á Villarreal, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu en útlit er fyrir að bæði liðin verði í harðri baráttu um Evrópusæti seinni hluta tímabilsins.

Takefusa Kubo skoraði sigurmarkið á 51. mínútu og Real Sociedad fór upp fyrir Girona og í sjöunda sætið með 28 stig úr 19 leikjum þegar deildin er nákvæmlega hálfnuð. Villarreal er tveimur stigum ofar með 30 stig í fimmta sætinu.

Orri var á meðal varamanna Real Sociedad þar til á 83. mínútu þegar honum var skipt inn á. Hann hefur þar með spilað 12 leiki í deildinni á tímabilinu og skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert