Frá Bandaríkjunum til Hollands?

Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með KA.
Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson er á förum frá bandaríska MLS-félaginu St. Louis City eftir eitt og hálft ár í herbúðum félagsins.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Nökkvi Þeyr, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við St. Louis City frá KA um mitt sumar árið 2023.

Í frétt fótbolta.net kemur meðal annars fram að Nökkvi Þeyr sé á leið í hollensku úrvalsdeildina en ekki er tekið fram um hvaða félag sé að ræða.

Alls á hann að baki 44 leiki fyrir St. Louis City og fimm mörk en hann á að baki 65 leiki í efstu deild hér á landi og 23 mörk. Þá á hann að baki einn A-landsleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert