Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi gæti snúið aftur til uppeldisfélags síns Barcelona.
Það er spænski miðillinn El Nacional sem greinir frá þessu en Messi, sem er 37 ára gamall, er samningsbundinn Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni.
Messi yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsörðugleika félagsins og gekk til liðs við París SG í Frakklandi áður en hann samdi við Inter Miami sumarið 2023.
Sóknarmaðurinn er samningsbundinn Miami út árið, með möguleika á árs framlengingu en tímabilið í MLS-deildinni hefst snemma á vorin og lýkur seint á árinu.
Messi gæti því snúið aftur til Barcelona, mögulega á láni, í janúar árið 2026 til þess að vera í sem bestu standi fyrir heimsmeistaramótið 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.