Varnarmaður Barcelona skiptir um skoðun

Ronald Araújo.
Ronald Araújo. AFP/Haitham Al-Shukairi

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Ronald Araújo er tilbúinn að framlengja samning sinn við Barcelona á Spáni.

Það er spænski miðillinn Mundo Deportivo sem greinir frá þessu en Araújo, sem er 25 ára gamall, hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.

Hann var meðal annars á óskalista Juventus en hann gekk til liðs við Barcelona frá Boston River árið 2019.

Samningur hans rennur út sumarið 2026 og voru Börsungar tilbúnir að hlusta á tilboð í hann í sumar þar sem þeir vildu ekki missa hann frítt á næsta ári.

Eftir samtal við Deco, yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona, er Araújo tilbúinn að vera áfram í Katalóníu en hann á að baki 152 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert