Jón Daði til Íslendingafélagsins

Jón Daði Böðvarsson er mættur til Burton Albion.
Jón Daði Böðvarsson er mættur til Burton Albion. Ljósmynd/Burton Albion

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir samning við enska félagið Burton Albion, sem er í eigu fjárfesta frá Norðurlöndunum, þar á meðal sex Íslendinga.

Jón Daði skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi tímabil.

Selfyssingurinn kemur frá Wrexham þar sem hann hafði leikið frá því í lok október. Alls lék hann sjö leiki fyrir Wrexham án þess að skora.

Burton leikur í ensku C-deildinni eins og Wrexham en situr þar sem fastast á botninum, 11 stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert