Hákon skoraði í toppslagnum í Frakklandi

Hákoni Arnari Haraldssyni fagnað af leikmönnum Lille eftir að hann …
Hákoni Arnari Haraldssyni fagnað af leikmönnum Lille eftir að hann jafnaði metin í kvöld. AFP/Sameer Al-Doumy

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrir Lille í kvöld þegar liðið vann afar mikilvægan sigur á Nice, 2:1, í toppbaráttunni í frönsku 1. deildinni.

Sigurinn fleytti Lille upp fyrir bæði Mónakó og Nice og upp í þriðja sætið með 32 stig. París SG er með 43 stig á toppnum og Marseille 36 stig í öðru sæti.

Hákon jafnaði metin í 1:1 í byrjun síðari hálfleiks eftir sendingu frá Jonathan David og Bafode Diakite skoraði sigurmark Lille á 63. mínútu. Skagamanninum var síðan skipt af velli í uppbótartíma leiksins.

Hákon hefur þar með skorað í tveimur leikjum í röð og fjögur mörk í síðustu átta leikjum Lille.  Tvö þeirra í frönsku 1. deildinni, eitt gegn Marseille í bikarkeppninni og eitt gegn Sturm Graz í Meistaradeildinni.

 Hákon og samherjar í Lille heimsækja Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni næsta þriðjudagskvöld.

Hákon Arnar haraldsson sendir boltann í mark Nice í leiknum …
Hákon Arnar haraldsson sendir boltann í mark Nice í leiknum í kvöld. AFP/Sameer Al-Doumy
Hákon Arnar og samherjar fagna marki hans í kvöld.
Hákon Arnar og samherjar fagna marki hans í kvöld. AFP/Sameer Al-Doumy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert