Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Besiktas í Tyrklandi.
Norðmaðurinn, sem er 51 árs gamall, skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2025-26 en hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Manchester United árið 2021.
Norðmaðurinn hefur einnig stýrt Molde og Cardiff á þjálfaraferlinum en Besiktas er í sjötta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, 20 stigum minna en topplið Galatasaray.