Ives Serneels var rekinn í gær eftir 14 ár sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Elísabet Gunnarsdóttir er að taka við sem þjálfari liðsins samkvæmt heimildum 433.is en hún þjálfaði síðast Kristianstad í Svíþjóð árið 2023.
Belgía er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA og tekur þátt á Evrópumótinu í sumar. Liðið er í B-riðli ásamt Portúgal, Ítalíu og Spáni.
Samkvæmt heimildum mbl mun belgíska knattspyrnusambandið tilkynna nýjan þjálfara í næstu viku.