Segja að þjálfarinn verði íslenskur

Elísabet Gunnarsdóttir virðist vera á leið til Belgíu.
Elísabet Gunnarsdóttir virðist vera á leið til Belgíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belgískir fjölmiðlar segja að næsti þjálfari kvennalandsliðs þjóðarinnar í knattspyrnu verði íslenskur en knattspyrnusambandið þar í landi mun kynna eftirmann Ives Serneels í næstu viku.

433.is skýrði frá því að Elísabet Gunnarsdóttir væri að öllum líkindum að taka við belgíska liðinu og í dag kemur fram í fjölmiðlum í Belgíu að íslenskur þjálfari sé þar efstur á blaði.

Elísabet hætti störfum sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð í árslok 2023, eftir að hafa stýrt liðinu frá 2009, og hefur verið í fríi frá þjálfun síðan. Hún var síðasta vetur orðuð við þjálfarastarfið hjá Englandsmeisturum Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka