Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli er genginn til liðs við Como í ítölsku A-deildinni en hann hefur verið án félags frá 1. júlí 2024.
Hann er 28 ára gamall og var síðast samningsbundinn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði síðast leik í febrúar árið 2023.
Hann skrifaði undir 18 mánaða samning við Como sem er í 17. sæti með 19 stig.
Dele á að baki 37 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði í þeim þrjú mörk en hann spilaði síðast fyrir landsliðið árið 2015. Hann hefur spilað 194 leiki í ensku úrvalsdeildinni, flesta með Tottenham.