Elías sjóðheitur í Hollandi

Elías Már heldur áfram að gera góða hluti í Hollandi.
Elías Már heldur áfram að gera góða hluti í Hollandi. Ljósmynd/NAC Breda

Elías Már Ómarsson heldur áfram að gera góða hluti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann skoraði annað mark NAC Breda í dag í heimasigri á Twente, 2:1.

Markið hans í dag var það fjórða í fjórum leikjum og það sjötta á tímabilinu.

Adam Kaied kom NAC Breda yfir í leiknum á 14. mínútu áður en Elías Már bætti við öðru marki á 20. mínútu. Gestirnir minnkuðu muninn á 77. mínútu með marki frá Daan Rots en nær komust þeir ekki.

Eftir sigurinn er NAC Breda í 9. sæti deildarinnar með 25 stig en Twente er í 5. sæti með 34 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert