Fjórir Íslendingar í byrjunarliði á Ítalíu

Mikael Egill Ellertsson, til hægri, í leik með Venezia gegn …
Mikael Egill Ellertsson, til hægri, í leik með Venezia gegn Juventus í vetur. AFP/Marco Bertorello

Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðum sinna liða í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla í dag og það hefur aldrei áður gerst á einum og sama deginum.

Þórir Jóhann Helgason lék fyrstu 63 mínúturnar á miðjunni hjá Lecce sem tapaði 4:1 fyrir Cagliari á eyjunni Sardiníu.

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn með Venezia og Bjarki Steinn Bjarkason fyrstu 86 mínúturnar þegar lið þeirra gerði jafntefli, 1:1, við Parma á útivelli.

Fyrr í dag lék Albert  Guðmundsson fyrstu 76 mínúturnar með Fiorentina sem gerði jafntefli, 1:1, við Torino á heimavelli.

Lecce og Venezia eru í harðri fallbaráttu en eftir leiki dagsins er Lecce í 16. sæti af 20 liðum með 20 stig og Venezia er í 19. sætinu með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert