Gott gengi Sverris Ingasonar og félaga í gríska liðinu Panathinaikos heldur áfram en liðið sigraði AEK Athens, 1:0, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.
Panathinaikos er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig og hefur ekki tapað leik síðan 7. nóvember en liðið hefur spilað 15 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni síðan.
Sverrir Ingason var á sínum stað í byrjunarliði Panathinaikos í kvöld en Hörður Magnússon er að glíma við meiðsli og var ekki með.
Liðið mætir Víkingum úr Reykjavík í umspili Sambandsdeildar Evrópu 13. febrúar og aftur 20. febrúar.